Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Gunnlaugsson

(– – 1846)

Sýslumaður.

Foreldrar: Síra Gunnlaugur Magnússon á Hafsteinsstöðum og kona hans Arnfríður Þorláksdóttir lögréttumanns að Núpufelli, Sigfússonar. Lærði ekki í skóla, fór vestur á Barðaströnd, bjó þar lengi að Hamri, varð verzIunarstjóri í Bíldudal 1820, fór utan, tók próf í dönskum lögum 22. apr. 1826, með 1. einkunn í báðum prófum. Bjó síðan í Bæ í Króksfirði, fekk Ísafjarðarsýslu 24. febr. 1835, fekk þar lausn 20. júlí 1844, bjó þar í Reykjarfirði.

Kona 1: Ragnheiður Davíðsdóttir sýslumanns Schevings, ekkja Bjarna sýslumanns Einarssonar; þau Þorkell bl.

Kona 2: Hildur (d. 6. júní 1882) Þórðardóttir beykis að Reykhólum, Þóroddssonar, og var hún systurdóttir hans; þau slitu samvistir vorið 1846.

Börn þeirra: Gunnlaugur, Arnfríður, Ragnheiður (BB. Sýsl.; Tímarit bmf. 1882).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.