Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Fjeldsted

(1740–19. nóv. 1796)

Stiftamtmaður.

Foreldrar: Síra Jón Sigurðsson að Kvíabekk og kona hans Þorbjörg Jónsdóttir bónda á Grund í Svínadal, Jannessonar.

Tekinn í Hólaskóla 1757 og var þar 2 vetur, fór utan 1759, með prýðilegum vitnisburði byskups, var þá tekinn í Hróarskelduskóla, varð stúdent 1762, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 26. júlí s.á., lauk lögfræðaprófi 1. ág. 1766, með 1. einkunn í báðum prófum, varð árið eftir málflutningsMaður í hæstarétti Dana, 1769 lögmaður í Færeyjum, var í landshagsnefnd hérlendis sett 20. mars 1770, amtmaður á. Finnmörk 1772, á Borgundarhólmi 1778, lögmaður í lögdæmi Kristjánssands 1780, stiftamtmaður í Þrándheimi 4. jan. 1786, varð loks 1796 einn formanna í aðalpóststjórn í Kh.; naut hans þar skammt, en hann hafði þó tóm til að gera umbótatillögur um tilhögun póstmála (Schultz, A.: Postens Historie, Oslo 1947). Var vel gefinn maður, gat brugðið fyrir sig að yrkja á íslenzku, en taldi sjálfan sig útlendan orðinn (sjá JS. 402, 4to.). Mynd af honum er í Þjóðminjasafninu, nr. 270 í Mannamyndasafninu.

Kona hans var dönsk. Dóttursynir hans voru bræðurnir Pétur Fjeldsted Hoppe og Þorkell Abraham Hoppe, er báðir urðu stiftamtmenn á Íslandi (Tímarit bmf. III; HÞ.; Árb. Fornl.fél. 1914).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.