Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Eyjólfsson

(5. júní 6. júní, Vita) 1815–19. dec. 1891)

Prestur.

Foreldrar: Síra Eyjólfur Gíslason í Miðdalaþingum og kona hans Guðrún Jónsdóttir prests og skálds að Bægisá, Þorlákssonar. F. í Elliðaey. Lærði hjá föður sínum.

Tekinn í Bessastaðakóla 1835, varð stúdent 1841 (94 st.).

Kenndi síðan um hríð börnum Jóns landlæknis Thorstensens.

Fekk Ása 23. okt. 1843, vígðist 19. maí 1844, Borg 18. maí 1859, Staðastað 6. nóv. 1874, fekk þar lausn 26. sept. 1889, frá fardögum 1890, fluttist þá að Búðum og andaðist þar. Var vel að sér, kenndi mörgum undir skóla, vel virtur.

Kona (19. maí 1844): Ragnheiður (f. 12. júní 1820, d. 13. júlí 1905) Pálsdóttir prests í Hörgsdal, Pálssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Matthildur yfirsetukona átti Magnús Jóhannesson á Sveinsstöðum, Eyjólfur úrsmiður í Reykjavík, Páll gullsmiður og málfræðingur síðast í Rv., Jón eldri vestanpóstur, Guðbrandur veræzlunarmaður í Ólafsvík, Guðrún átti Holgeir kaupmann Clausen, Bjarni skipasmiður, Jón yngri Dr. og þjóðskjalavörður, Kjartan að Búðum og Fossi í Staðarsveit, Einar skrifstofustjóri alþingis (Vitæ ord. 1844; Útfm., Rv. 1900; Blanda V; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.