Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Arnbjörn Runólfsson

(um 1699–12. jan. 1759)

Bóndi, stúdent.

Foreldrar: Runólfur Illugason í Syðri Görðum (Hofgörðum) í Staðarsveit og kona hans Þóra Jónsdóttir. Kom í Skálholtsskóla 1715, stúdent þaðan 1721 frá frænda sínum, Erlendi rektor Magnússyni (þeir voru systkinasynir). Arnbjörn gerðist síðan bóndi í Syðri Görðum og bjó þar til dauðadags.

Kona 1: Guðrún (d. 1742) Jónsdóttir í Hjörsey, Sigurðssonar; af dætrum þeirra 2 eru eigi ættir.

Kona 2: Valgerður Jónsdóttir lögréttumanns að Öxnakeldu, Ólafssonar.

Börn þeirra: Jón að Furubrekku og víðar í Staðarsveit, Ólafur á Elliða, Erlendur (d. 21. apr. 1757, 10 vetra).

Valgerður, ekkja Arnbjarnar stúdents, gekk síðar að eiga Guðlaug smið Sigurðsson (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.