Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorkell Bjarnason

(18. júlí 1839–25. júlí 1902)

Prestur.

Foreldrar: Bjarni Bjarnason á Meyjarlandi og kona hans Margrét Þorkelsdóttir að Fjalli í Sæmundarhlíð, Jónssonar. Naut undir skóla kennslu móðurbróður síns, Jóns, síðar rektors Þorkelssonar, og styrks hans og síra Benedikts Björnssonar í Fagranesi. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1857, varð stúdent 1863, með 1. einkunn (86 st.), próf úr prestaskóla 1865, með 1. einkunn (49 st.), eftir eins vetrar nám, hafði veturinn fyrir sinnt barnakennslu að Hálsi í Fnjóskadal. Hafði síðan á hendi kennslu. Fekk Mosfell í Mosfellssveit 7. júlí 1866, vígðist 26. ág. s. á., Reynivöllu 11. maí 1877, lét þar af prestskap í fardögum 1900 (vegna heilablóðfalls), fluttist þá til Reykjavíkur og andaðist þar. Var 2. þm. Gullbr. og Kijs. 1881–5, kkj. þm. 1893–9. Ritstörf: Ræða... á gamlaárskvöld 1865, Rv. 1866; Um siðabótina á Íslandi, Rv. 1878; Ágrip af sögu Íslands, Rv. 1880 (2. pr. 1903); Fiskveiðar útlendinga (Tímarit bmf. 1883–4); Nokkurir búnaðarhættir Íslendinga í fornöld (Tímarit bmf. 1885); Kafli úr jarðabók Árna Magnússonar og ágrip af ævi hans (Tímarit bmf. 1886); Fyrir 40 árum (Tímarit bmf. 1892 og 1895); Þáttur úr sögu Íslands á síðara helmingi 16. aldar (Tímarit bmf. 1896); Um fátækramálefni (Andvari 1897); Um Þorlák Þórhallason hinn helga, Rv. 1898. Auk þess eru blaðagreinir eftir hann.

Kona (24. júní 1866): Sigríður (f. 21. jan. 1835, d. 28. mars 1912) Þorkelsdóttir í Lækjarkoti í Rv., Runólfssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Margrét kennari í Reykjavík, Sigríður Sofía f. k. Jóns samábyrgðarstjóra Gunnarssonar í Rv., Jón lögfræðingur í Rv., Þorkell vindlagerðarmaður, Anna Guðrún s.k. síra Guðmundar Einarssonar að Mosfelli í Mosfellssveit (Vitæ ord. 1866; Óðinn 1906; Bjarmi 1913; BjM. Guðfr.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.