Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgrímur Úlfsson (að Hóli), bíldur

(9. og 10. öld)

(hálfbróðir Önundar bílds yngra, sjá þar) Landnámsmaður að Bíldsfelli. Dóttir hans (ónefnd) átti Steinröð Melpatrixson (Landn.) Þorgrímur Þórðarson (17. dec. 1859–5. júlí 1933). Læknir.

Foreldrar: Þórður Torfason í Vigfúsarkoti í Rv. og kona hans Ragnheiður Jónsdóttir á Korpúlfsstöðum, Björnssonar (Stephensens). Tekinn í Reykjavíkurskóla 1874, varð stúdent 1880, með 2. einkunn (75 st.), próf úr læknaskóla 5. júní 1884, með 1. einkunn (100 st.). Var í spítölum í Kh. 1884–5. Settur 17. apr. 1885 aukalæknir í 3. læknishéraði, skipaður 13. apr. 1886 héraðslæknir í 16. læknishéraði og bjó að Borgum í Nesjum í Hornafirði, fekk Keflavíkurhérað 8. nóv. 1904, en gegndi þó Hornafjarðarhéraði til aprílloka 1905, fekk lausn 19. sept. 1929 (frá 1. okt.). R. af prússn. arnarorðu 4. fl. 17. apr. 1904, r. af fálk. 1. dec. 1929. Þm. A.-Skaft. 1902–7. Var féhirðir sparisjóðs Keflavíkur frá stofnun hans, 1907.

Kona (17. okt. 1884): Jóhanna Andrea (f. 5. júní 1854, d. 30. maí 1932) Lúðvíksdóttir bókhaldara Knudsens í Rv., ekkja síra Björns Stefánssonar að Sandfelli.

Börn þeirra, sem upp komust: Björn bókhaldari í Rv., Þórður cand. phil. í Rv., Lúðvík sparisjóðsféhirðir í Keflavík, Ragnar skósmiður, Anna átti Jón lækni Bjarnason að Kleppjárnsreykjum, Einar forstjóri í Reykjavík (Skýrslur; Lækn.; Alþtíð. 1933 (aukaþing); o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.