Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgrímur Ólafsson

(17. öld)

Prestur.

Foreldrar: Ólafur Jónsson að Héðinshöfða (Sigurðssonar) (kæmeistara og sveins Ólafs byskups Hjaltasonar) og kona hans Halldóra Jónsdóttir lögsagnara á Einarsstöðum, TI1ugasonar. Er orðinn prestur að Eiðum fyrir 1631, fekk Miklagarð 1632, Möðruvallaklaustursprestakall 1635, bjó þar að Hofi, átti illdeilur miklar við Jón klausturhaldara Eggertsson. Fekk Stað í Kinn 1677, í skiptum við síra Odd Bjarnason, mun hafa látið þar af prestskap 1680.

Kona: Guðrún Egilsdóttir að Geitaskarði, Jónssonar.

Sonur þeirra: Síra Jón á Stað í Kinn (HÞ; SGrBf.; Br).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.