Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgrímur Thorgrímsen

(30. mars 1788–12. nóv. 1870)

Prestur,

Foreldrar: Síra Guðmundur Þorgrímsson á Lambastöðum og kona hans Sigríður Halldórsdóttir prests í Hítardal, Finnssonar. Ólst upp hjá stjúpföður sínum, Geir byskupi Vídalín. Lærði 3 vetur hjá síra Jóni Jónssyni (síðast á Grenjaðarstöðum), var síðan 4 vetur í Bessastaðaskóla, en varð að fara úr skólanum vegna heilsubilunar, varð stúdent "7. júní 1813 úr heimaskóla frá Geir byskupi og var síðan skrifari hans í 7 ár, eftir það verzlunarmaður í Rv., fekk Keldnaþing 8. febr. 1826, vígðist 21. maí s.á., bjó að Stotalæk, fekk Nesþing 4. júní 1836, bjó þar 1 ár í Bug, en síðan á Þæfusteini, fekk Saurbæ á Hvalfjarðarströnd 6. marz 1849, lét þar af prestskap 1866, fluttist vorið eftir að Belgsholtskoti og var þar til æviloka. Var rómað valmenni. Ræður eftir hann eru í Lbs.

Kona (5. okt. 1820): Ingibjörg (f. 1800, d. 21. jan. 1874) Guðmundsdóttir, Þórðarsonar (systir Helga byskups).

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Þórður í Otradal, Steinunn átti Pétur F. Sívertsen í Höfn í Melasveit, Torfi Jörgen verzIunarstjóri í Ólafsvík, Anna Margrét átti fyrr Pétur rennismið í Njarðvík Guðmundsson (þau skildu), síðar Rafn nokkurn (af Akranesi) og fór með honum til Vesturheims, Guðmundur Sigurður í Belgsholti, Jakobína Annetta átti Stefán Björnsson í Reykjavík, Ragnheiður átti fyrr Halldór Einarsson á Grund á Akranesi, síðar Þorstein Jónsson sst., Valgerður átti Sigurð járnsmið Oddsson, er kenndur var við Gufunes; (Bessastsk.; Vitæ ord. 1826; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.