Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgrímur Jónsson

(16. júlí 1687–17. febr. 1739)

Prestur.

Foreldrar: Síra Jón Þorgrímsson á Stað í Kinn og kona hans Steinvör Jónsdóttir prests og skálds að Laufási, Magnússonar. Lærði fyrst 1 vetur (1700–1) hjá síra Þórði Oddssyni á Völlum, síðan 4 vetur hjá síra Jóni Hjaltasyni í Saurbæ, tekinn í Hólaskóla 1705, varð stúdent 1708, vígðist 9. júní 1709 aðstoðarprestur föður síns, gegndi og jafnframt í ár (1711–12) Eyjadalsá, fekk Háls í Fnjóskadal 10. sept. 1712 og hélt til æviloka. Árið 1718 rauf þak af Hálskirkju; féll þá síra Þorgrímur af þakinu ofan í kirkjugarðinn, fótbrotnaði og lá yfir 1 ár í því meini.

Kona (16. okt. 1710): Þórunn (d. 1752) Jónsdóttir prests í Saurbæ í Eyjafirði, Hjaltasonar.

Börn þeirra: Síra Jón að Hálsi, síra Hjalti í Nesi, Ragnheiður átti síra Ólaf Brynjólfsson í Kirkjubæ í Tungu (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.