Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Þorgrímur Johnsen
(18. dec. 1838–10. ág. 1917)
Læknir.
Foreldrar: Síra Ásmundur Jónsson í Odda og kona hans Guðrún Þorgrímsdóttir gullsmiðs á Bessastöðum, Tómassonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1852, varð stúdent 1860, með 1. einkunn (82 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í jan. 1868, með 2. einkunn betri (106% st.). Var í spítölum í Kh. 1868–9. Settur 5. ág. 1869 héraðslæknir í austurhluta Suðuramts, fekk austurhéruð Norðuramts (Eyjafjarðarhérað) 14. febr. 1874 og átti heima á Akureyri, fekk lausn 14. apr. 1896.
Fluttist fyrst til Kh., en til Rv. 1897 og stundaði þar lækningar 1897–1906.
Kona (20. sept. 1878): Sofía Katrín Geirþrúður (Gertrude) (f. 1. jan. 1848, d. 7. sept. 1936), dóttir J. G. Havsteens kaupmanns á Akureyri; þau bl. (Skýrslur; Lækn.; o. fl.)
Læknir.
Foreldrar: Síra Ásmundur Jónsson í Odda og kona hans Guðrún Þorgrímsdóttir gullsmiðs á Bessastöðum, Tómassonar. Tekinn í Reykjavíkurskóla 1852, varð stúdent 1860, með 1. einkunn (82 st.), tók próf í læknisfræði í háskólanum í Kh. í jan. 1868, með 2. einkunn betri (106% st.). Var í spítölum í Kh. 1868–9. Settur 5. ág. 1869 héraðslæknir í austurhluta Suðuramts, fekk austurhéruð Norðuramts (Eyjafjarðarhérað) 14. febr. 1874 og átti heima á Akureyri, fekk lausn 14. apr. 1896.
Fluttist fyrst til Kh., en til Rv. 1897 og stundaði þar lækningar 1897–1906.
Kona (20. sept. 1878): Sofía Katrín Geirþrúður (Gertrude) (f. 1. jan. 1848, d. 7. sept. 1936), dóttir J. G. Havsteens kaupmanns á Akureyri; þau bl. (Skýrslur; Lækn.; o. fl.)
Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.