Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgrímur Grímólfsson

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður. Kom út með Álfi egðska, tók arf eftir hann, enda bróðursonur hans, en móðir hans var Kormlöð Kjarvalsdóttir Írakonungs.

Sonur hans: Eyvindur, faðir Þórodds goða (föður Skafta lögsögumanns á Hjalla og Özurar, er átti Beru Egilsdóttur, Skalla-Grímssonar) (Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.