Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgrímur Finnsson

(1781–23. maí 1813)

Prestur.

Foreldrar: Finnur Guðmundsson á Skeggjastöðum á Jökuldal og kona hans Jarþrúður Halldórsdóttir í Njarðvík, Einarssonar.

F. á Ketilsstöðum. Lærði skólalærdóm hjá síra Jóni Högnasyni að Hólmum í 5 vetur, tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1799, varð stúdent 1801, vígðist 3. ág. 1806 aðstoðarprestur síra Jóns Högnasonar að Hólmum, missti að vísu prestskaparréttindi vegna of bráðrar barneignar með konu sinni (veturinn 1807), en var samt (eftir lát síra Jóns) látinn gegna prestakallinu til hausts 1807, fekk uppreisn 27. febr. 1808, fekk Kolfreyjustað 1809 og hélt til æviloka. Vel gefinn maður og fekk gott orð.

Kona (1. okt. 1806): Þórunn Jónsdóttir prests að Hólmum, Högnasonar, ekkja síra Jóns aðstoðarprests Þorsteinssonar að Hólmum. Synir þeirra síra Þorgríms: Jón á Skeggjastöðum á Jökuldal, Finnur í Virkishólaseli (Vitæ ord.; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.