Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgrímur Arnórsson

(5. sept. 1809 [1812, Bessastsk. og Vita] –27. dec. 1868)

Prestur.

Foreldrar: Síra Arnór aðstoðarprestur Árnason á Bergsstöðum og kona hans Margrét Björnsdóttir prests í Bólstaðarhlíð, Jónssonar. Lærði fyrst hjá síra Gunnlaugi Oddssyni, tekinn í Bessastaðaskóla 1831, varð stúdent 1837, með meðalvitnisburði, vígðist 1. apr. 1838 aðstoðarprestur föðurbróður síns síra Magnúsar Árnasonar í Steinnesi, varð 1839 aðstoðarprestur síra Jóns Jónssonar á Bergsstöðum, en 1840 aðstoðarPrestur síra Benedikts Vigfússonar að Hólum, setti bú að Efra Ási. Fekk 28. apr. 1840 Húsavík, fluttist þangað 1841, fekk Hofteig 1848, í skiptum við síra Jón Ingjaldsson, fekk Þingmúla 1. júní 1864 og hélt til æviloka. Var búmaður ágætur og efnaðist vel, röskur maður og hispurslaus, vel látinn.

Kona (1838): Guðrún (f. 12. jan. 1812, d. 5. nóv. 1889) Pét„ ursdóttir í Engey, Guðmundssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Elín Margrét átti Kristján Jóhannsson Kröyer að Hvanná á Jökuldal, Hansína Sigurbjörg átti síra Þorvald Ásgeirsson, Jón Þórarinn skólagenginn, dó 1870 (Bessastsk.; Vitæ ord. 1838; Óðinn V; SGrBf.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.