Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgrímur (Þórðarson) Guðmundsen

(6. dec.1850–28. sept. 1925)

. Kennari, leiðsögumaður.

Foreldrar: Þórður Guðmundsson sýslumaður á Litla-Hrauni í Árnessýslu og kona hans Jóhanna Andrea, dóttir Lars Michael kaupmanns í Rv., Knudsens. Varð mjög vel að sér í tungumálum; var lengi leiðsögumaður útlendinga, er ferðuðust hér um land á sumrum.

Stundaði kennslustörf á vetrum. Góður sjómaður og aflamaður; stundaði jafnvel á efri árum sjóróðra á vorin við Suðurnes. Ókv. (Vísir, 3. okt. 1926; kirkjubækur).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.