Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgils Þórðarson, örrabeinsstjúpur

(10. og 11. öld)

Bóndi í Traðarholti.

Foreldrar: Þórður dofni Atlason (Hásteinssonar landnámsmanns, Atlasonar jarls að Gaulum) og kona hans Þórunn Ásgeirsdóttir Austmannaskelfis.

Kona 1: Þórey Þorvarðsdóttir í Odda.

Börn þeirra: Þorleifur, Þórný átti Bjarna spaka í Gröf, Þorsteinsson.

Kona 2: Helga Þóroddsdóttir goða á Hjalla, Eyvindssonar,

Börn þeirra: Grímur (af honum var Gizur galli), Einar (Landn.), Illugi, Þórður, Jórunn átti fyrr Gelli Runólfsson goða í Dal (af þeim var Jörundur byskup Þorsteinsson), síðar Leif Erlingsson, Reyni-Bjarnarsonar, af Reyni-Birni landnámsmanni (af þeim var Þorlákur byskup helgi). Þorgils var farmaður og kappi mikill. Um hann er Flóamannasaga, sem stundum er og við hann kennd (sjá og Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.