Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgils Sigurðsson

(um 1687–1753)

Skálholtsráðsmaður.

Foreldrar: Sigurður „lögréttumaður Pálmason á Breiðabólstað í Sökkólfsdal og kona hans Margrét Jónsdóttir, Erlingssonar, Tekinn í Skálholtsskóla 1703, varð stúdent 21. apr. 1709.

Var heyrari í Skálholti frá því um miðjan vetur 1711 til vors 1714, síðan ráðsmaður þar um 3 ár líkl. (eða til vors 1717).

Fekk innheimtu byskupstíunda í Árnesþingi 25. febr. 1720. Bjó í Langholti í Flóa til 1722, þá á eignarjörð sinni Hofstöðum í Miklaholtshreppi til 1748, því næst í Hrísdal, en síðast á Hallbjarnareyri og varð þar spítalahaldari 1752.

Kona (21. okt. 1714). Guðrún (d. um 1756) Árnadóttir prests á Þingvöllum, Þorvarðssonar.

Börn þeirra: Ólafur spítalahaldari á Hallbjarnareyri, síra Jón í Breiðavíkurþingum, Oddur, Þorsteinn, Margrét: átti Sigurð Jónsson að Elliða, Guðrún átti laundóttur (Katrínu) með vinnumanni föður síns, Markús, Ragnheiður óg. og bl., Arngrímur (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.