Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgils Oddason

(– – 1151)

Goðorðsmaður að Staðarhóli í Saurbæ.

Foreldrar: Oddi Snerisson (Þóroddssonar, Snorrasonar goða) og kona hans Hallbera Aradóttir, Þorgilssonar að Reykhólum, Arasonar, Mássonar að Reykhólum.

Kona: Kolfinna Hallsdóttir, Styrmissonar, Þorgeirssonar að Ásgeirsá.

Börn þeirra: Oddi prestur, Einar að Staðarhóli, Hallbera átti Gunnstein Þórisson á Einarsstöðum í Reykjadal, Valgerður átti Hall eða Þórhall Finnsson lögsögumanns Hallssonar, Ólöf átti Snorra Kálfsson á Mel í Miðfirði, Álfdís átti Örnólf Kollason frá Snæfjöllum, Ingveldur átti Halldór Bergsson, átti eftir lát hans dóttur með Þorvarði Þorgeirssyni, Hallasonar, síðan með Klængi byskupi Þorsteinssyni (Jóru f. k. Þorvalds Gizurarsonar í Hruna), Ingibjörg átti Böðvar Barkarson, Guðrún átti Halldór skakkafót í Fagradal Þórarinsson. Þorgils var einn helztu höfðingja landsins. Af deilum hans og Hafliða Mássonar segir í Sturl. (sjá og Landn.). Eftir hann hefir varðveitzt 1 vísustúfur.


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.