Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgils Jónsson

(– – 1684)

Lögsagnari á Brimilsvöllum.

Foreldrar: Jón bóndi Þorgilsson á Brimilsvöllum og kona hans Helga Skaftadóttir prests að Setbergi, Loptssonar.

Var lögréttumaður og hafði lögsögn í Snæfellsnessýslu síðasta árið, sem hann lifði. Orðlagður hreystimaður, búhöldur mikill og auðugur að erfðum og afla.

Kona: Ragnhildur Gísladóttir að Hrafnabjörgum, Björnssonar. Dætur þeirra: Guðrún átti Magnús lögmann Jónsson, Sigríður átti fyrr síra Björn Skúlason í Miklabæ, varð síðar s.k. síra Jóns Bjarnasonar á Staðarbakka (BB. Sýsl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.