Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgils Hölluson, skáld

(– –um 1020)

Bóndi í Tungu í Hörðudal.

Foreldrar: Snorri Álfsson úr Dölum (Eysteinssonar meinfrets) og kona hans Halla Gestsdóttir spaka, Oddleifssonar. Lögkænn, en þó ákafamaður. Að ráðum Snorra goða fekk Guðrún Ósvífursdóttir hann til hefnda eftir Bolla Þorleiksson, mann sinn; drógu þær síðan til þess, að hann var veginn. Eftir hann er 1 erindi (Laxd.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.