Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgils Böðvarsson, skarði

(1226–22. jan. 1258)

Umboðsmaður konungs.

Foreldrar: Böðvar á Stað Þórðarson sst. (Sturlusonar) og kona hans Sigríður Arnórsdóttir, Tumasonar. Gerðist hirðmaður Hákonar konungs 1245. Fór 1252 aftur til Íslands og var erindreki konungs á Íslandi (ásamt Gizuri Þorvaldssyni og Finnbirni Helgasyni); hafði hann ríki það, er Snorri hafði haft Sturluson, afabróðir hans; náði síðan undir sig Skagafirði. Fekk og skipan konungs yfir Eyjafirði, en þar hafði Þorvarður Þórarinsson heimildir fyrir ríki.

Leiddi þetta til deilna með þeim og vígs Þorgils. Laundóttir hans (með Guðrúnu Gunnarsdóttur, Klængssonar): Steinunn. Af honum er sérstök saga, við hann kennd (Sturl.; Bps. bmf. 1).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.