Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgils Arason

(10. og 11. öld)

Goðorðsmaður að Reykhólum.

Foreldrar: Ari Másson (Atlasonar hins rauða, Úlfssonar hins skjálga, landnámsmanns) og kona hans Þorgerður Álfsdóttir í Dölum, Eysteinssonar meinfrets.

Kona 1: Gríma Hallkelsdóttir, Hrosskelssonar (systir Tinds skálds og Illuga svarta á Gilsbakka), ekkja Lón-Einars.

Börn þeirra Þorgils: Ari, Þuríður átti Steinþór Þorláksson á Eyri.

Kona 2: Helga Einarsdóttir Þveræings, Eyjólfssonar, ekkja Ljóts SíðuHallssonar. Dóttir þeirra Þorgils: Valgerður átti Gelli Þorkelsson (föður Þorgils, föður Ara fróða). Talinn „góðgjarn maður og forvitri“, orðlagður rausnarmaður og hélt oft seka menn, enda talinn mestur höfðingi í Vestfirðingafjórðungi (Grett.; Fóstbr.; Heiðarv.; Nj.; Landn.; Sturl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.