Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgeir Þorsteinsson

(um 1542– ? )

Prestur. Faðir: Þorsteinn Guðmundsson í Snotrunesi. Varð prestur á Desjarmýri 1574, þjónaði og jafnframt Hjaltastöðum a.m.k. 1606–7, hefir líklega orðið prestur að Skriðuklaustri 1608, og þar er hann 1610. Er á lífi 1615 og þá enn prestur.

Sonur hans hefir líkl. verið Hjálmar, sem kemur við skjal 23. febr. 1632. Annar sonur hans hrapaði til bana í Njarðvíkurskriðum 1602 (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.