Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgeir Þorkelsson (Ljósvetningagoði)

(10. og 11. öld)

Lögsögumaður að Ljósavatni 985–1001.

Foreldrar: Þorkell leifur hinn hái (Þorfinnssonar mána, Otkelssonar tjörva, Þórissonar landnámsmanns) og kona hans Þórunn Þorsteinsdóttir, Sigmundssonar, GnúpaBárðarsonar,

Kona 1: Guðríður Þorkelsdóttir svarta, Þórissonar snepils, Ketilssonar brimils.

Börn þeirra: Þorkell hákur, Höskuldur, Tjörfi, Kolgrímur, Þorsteinn, Þorvarður, Sigríður. þeirra: átti Dag Þorkelsson, Sigmundssonar, Þorkelssonar háa landnámsmanns að Grænavatni.

Kona 2: Álfgerður Arngeirsdóttir austræna.

Kona 3 (talin svo, ætti að vera 1 og líklega dóttir Höskuldar Dala-Kollssonar): Þorkatla Dala-Kollsdóttir.

Börn hans með þessum konum: Þorgrímur, Þorgils, Óttar.

Launsynir Þorgeirs (með Leiknýju, útlendri konu): Þorgrímur, Finni hinn draumspaki.

Þorgeir kemur allmjög við frásagnir, átti m. a. deilur við sonu sína o. fl. Að forsögn hans var kristni lögtekin á Íslandi 24. júní 1000 (Íslb.; Landn.; Ljósv.; Reykd.; Bps. bmf. I; Safn II; SD. Lögsm.; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.