Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgeir meldur

(9. og 10. öld)

Landnámsmaður að Tungufelli í Lundarreykjadal.

Ætternis eigi getið.

Kona: Geirbjörg Bálkadóttir í Hrútafirði, Blængssonar.

Sonur þeirra: Véleifur gamli (Landn.). Þorgeir Pálsson (1761–5. dec., 1812). Stúdent.

Foreldrar: Páll klausturhaldari Jónsson að Elliðavatni og f.k. hans Valgerður Þorgeirsdóttir að Arnardrangi, Oddssonar. Tekinn í Skálholtsskóla 1776, varð stúdent 26. apr. 1783, með lélegum vitnisburði fyrir illa hegðan í skólanum. Fór utan 1785 og var 6 ár í Kh., en lagði ekki stund á háskólanám, mun stundum hafa verið sjómaður í Hólmi (,Holmens Matros“), er kominn til landsins aftur 1792, hafðist við hér og þar, var að vísu kvaddur til að vera djákn í Hítardal 30. mars 1797, en sagði því starfi af sér 24. júlí 1798, vegna kæru prófasts fyrir yfirsjón einhverja, sem ekki er kunnugt um. Sókti oft um prestaköll, en fekk aldrei áheyrn. Er talinn ólánsmaður, þar er hans getur, nefndur „Gimbrar-Geiri“. Andaðist að Elliðavatni, hjá föður sínum, úr iðrakreppu, ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.