Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgeir Markússon

(1722–1769)

Prestur, skáld.

Foreldrar: Markús í Kirkjuvogi Jónsson (lausamanns að Húsatóptum Eyvindssonar) og kona hans Sigríður Gísladóttir lögréttumanns í Sandgerði, Iugasonar.

Mun fyrst hafa lært hjá síra Helga Jónssyni á Stað í Grindavík, tekinn í Skálholtsskóla 1735, varð stúdent 13. júní 1740, með ágætum vitnisburði, var síðan í þjónustu Magnúsar lögmanns Gíslasonar. Fekk Útskála 25. apr. 1747, vígðist 30. júlí s.á. Var dæmdur frá embætti 1753, fyrir fölsun á kaupmannsseðli, en 24. dec. s. á. náðaður af konungi frá hegningu og ærumissi, en fekk ekki uppreisn til prestskapar. Bjó síðan í Fuglavík á Miðnesi og var hreppstjóri; andaðist þar úr hálfvisnun. Hann var skáldmæltur. Pr. er eftir hann: Iðrunarsaltari („Psalterium poenitentiale“, Hól. 1755 og 1775; Huggunarsaltari („Psalterium consolatorium“), Hól. 1756 og 1775; Fáein ljóðmæli, Viðey 1841, Kh. 1851 og Rv. 1906. Í handritum eru kvæði eftir hann í Lbs.

Kona (1747): Guðrún (f, um 1730, d. 1784) Þórðardóttir í Gerðum í Garði, Guðmundssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Valgerður átti fyrr Sæmund hreppstjóra Bergþórsson á Rafnkelsstöðum, síðar Andrés í Króki Egilsson (prests, Eldjárnssonar), Guðrún dó úr holdsveiki yfir tvítugt. Guðrún ekkja síra Þorgeirs átti síðar Þorkel lögréttumann frá Hrauni í Grindavík Jónsson (Þ.M. Fáein ljóðmæli; HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.