Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgeir Jónsson

(um 1661–27. sept. 1742)

Hólaráðsmaður.

Foreldrar: Síra Jón skáld Þorgeirsson á Hjaltabakka og síðasta kona hans Guðrún Steingrímsdóttir. Hann hefir ekki verið stúdent, þótt hann kunni að hafa verið skólagenginn. Bjó um hríð á Ingunnarstöðum í Brynjudal, varð síðan spítalahaldari að Klausturhólum, en fór 1716 norður að Hólum og var lengi ráðsmaður Steins byskups, bróður síns. Talinn merkur maður og læknir góður.

Kona: Margrét (f. um 1648, d. 1728) Guðmundsdóttir lögréttumanns í Heynesi, Árnasonar; þau bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.