Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgeir Hávarsson

(10. og 11. öld)

Hirðmaður.

Foreldrar: Hávar að Jökulkeldu Einarsson (Landn.) (Kleppssonar, Jörundarsonar kristna) og kona hans Þórelfur Álfsdóttir úr Dölum. Kappi mikill og ójafnaðarsamur, Af þeim fóstbræðrum, Þormóði Kolbrúnarskáldi, er sérstök saga (sjá og Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.