Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorgeir Hallason

(– – 1169)

Goðorðsmaður að Hvassafelli og í Krossanesi.

Foreldrar: 9 Halli Ormsson Gellissonar (Landn.) og kona hans, sem verið hefir dóttir Höskulds Þorvarðssonar, af Ljósvetningaætt (SD.).

Kona: Hallbera Einarsdóttir að Reykhólum, Arasonar.

Börn þeirra: Einar (lézt í Grænlandi), Þorvarður hirðmaður og skáld (faðir Ögmundar sneiss), Þórður munkur að Munkaþverá, Ingimundur prestur, Ari (faðir Guðmundar byskups), Þóra átti fyrst Héðin Eilífsson að Hólum í Eyjafirði, síðar Eyjólf Einarsson, Ingibjörg átti Helga Eiríksson úr Langahlíð, síðar Sturlu (Hvamms-Sturlu) Þórðarson, Þórný átti Grím (Ref-Grím) Snorrason að Hofi á Höfðaströnd, Gríma átti Brand Tjörvason á Víðivöllum, Oddný átti Darr-Þóri Þorvarðsson.

Þorgeir var í röð helztu höfðingja norðanlands á sinni tíð og kom talsvert við mál manna, einkum „ dótturmanns síns, Hvamms-Sturlu (Sturl; Bps. bmf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.