Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorfinnur Þórólfsson

(um 1405– 1479 eða lengur)
. Prestur. Foreldrar: Þórólfur Brandsson (Þorleifssonar prests, Bergþórssonar, kallaður „biskup“) og kona hans Guðrún Björnsdóttir í Flatatungu, Nikulássonar sst., Broddasonar. Hélt Kvíabekk 1432–64. Umboðsmaður Hólastóls um Fljót 1434; enn á lífi 1479. Synir hans: Snorri, Sveinn (faðir þeirra(?) Jóns prests og Þorfinns prests, sem báðir teljast í Vesturhópshólum (Sveinn Þorfinnsson telst prestur í Vesturhópshólum frá 1507 í Prestatali Sv. N., en mun eiga að vera Þorfinnur Sveinsson|), Þorgrímur og Þórólfur (ef til vill faðir Böðvars og Eyjólfs syðra) (Dipl. Isl. IV– VIII) (SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.