Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorfinnur Þórðarson, karlsefni

(10. og 11. öld)

Landfundamaður frægur, og er af honum sérstök saga, við hann kennd.

Foreldrar: Þórður hesthöfði Snorrason (Höfða-Þórðarsonar landnámsmanns Bjarnarsonar) og kona hans Þórunn (föðurnafns eigi getið, líklega Þorfinnsdóttir úr Álptafirði, Finngeirssonar, SD.).

Kona: Guðríður Þorbjarnardóttir (Vífilssonar), ekkja Þorsteins Eiríkssonar rauða. Synir þeirra Þorfinns: Snorri, Þorbjörn eða Björn (sjá og Landn.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.