Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorfinnur Þórðarson

(um 1658–27. nóv. 1730)

Prestur.

Foreldrar: Síra Þórður Sigfússon að Myrká og kona hans Helga Jónsdóttir á Snartarstöðum, Jónssonar. Lærði í Hólaskóla, varð stúdent um 1680, var djákn að Möðruvallaklaustri um 1681–5, síðan (til 1697) í þjónustu byskupanna Jóns Vigfússonar og Einars Þorsteinssonar, varð djákn á Reynistað 1698, vígðist að Felli í Sléttahlíð 1702 (hafði fengið vonarbréf fyrir því 7. maí 1692) og hélt til æviloka. Talinn burðamaður mikill, hógvær og merkur.

Kona: Steinunn Grímsdóttir lögréttumanns í Miklagarði, Sigurðssonar; börn þeirra komust ekki upp (HÞ.; SGrBi)


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.