Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorfinnur Þórarinsson

(20. mars 1884–19. ágúst 1914)

Bóndi.

Foreldrar: „Þórarinn Þórarinsson á Drumboddsstöðum og kona hans Gróa Þorsteinsdóttir. Bjó frá 1909 á Spóastöðum í Byskupstungum, þókti fyrir öðrum mönnum, enda gegndi hann ýmsum trúnaðarstörfum, atkvæðamaður, mikilvirkur umbótamaður og efnaðist vel þau fáu ár, sem hann bjó.

Kona (1909): Steinunn (f. 10. júlí 1881): Egilsdóttir á Kjóastöðum, Þórðarsonar.

Börn þeirra: Egill, Þórarinn, Hildur (Óðinn XXII).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.