Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorfinnur Jónatansson

(17. mars 1823–14. mars 1883)

Stúdent, kaupmaður.

Foreldrar: Þorfinnur hreppstjóri (var skólagenginn) Jónatansson á Uppsölum í Blönduhlíð, síðast á Silfrastöðum, og s.k. hans Rósa Jónsdóttir að Hrauni í Öxnadal. Tekinn í Bessastaðaskóla 1844, varð stúdent 1849, með 2. einkunn (41 st.). Varð verzlunarstjóri í Hafnarfirði, síðast kaupmaður í Reykjavík.

Kona: Þóra Ólafsdóttir, Árnasonar, ekkja Péturs A. Maacks; þau Þorfinnur barnl. (Skýrslur; BB. Sýsl.; sjá og PG. Ann.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.