Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbjörn Þórðarson (Æri-Tobbi?)

(17. öld)
. Skáld, járnsmiður. Var uppi um daga Brynjólfs biskups og Hallgríms prests Péturssonar. Var fyrst vestur í Hraunhreppi á Mýrum, svo syðra, um Kjalarnesþing og Árnessýslu, sennilega sá Þorbjörn Þórðarson járnsmiður, sem oft er nefndur í bréfabókum Brynjólfs biskups. Að öðru er ekkert um hann vitað að svo stöddu, nema nokkrar vísur hans, flestar með sérstöku orðalagi og auðkenndar frá annarra skáldskap. Sumir hafa gizkað á, að Æri-Tobbi væri hinn sami og Þorbjörn Salómonsson, en það kemur ekki heim við munnmælin um Æra-Tobba, sem var allmiklu eldri en Þorbjörn Salómonsson (J.Þ.: Þjóðsögur og munnmæli o. fl.) (SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.