Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbjörn Ólafsson

(17. febr. 1828–27. febr. 1898)

Bóndi að Steinum í

Foreldrar: Ólafur Þorbjarnarson að Lundum og kona hans Ragnhildur Henriksdóttir að Reykjum í Tungusveit, Eiríkssonar, Bjó fyrst skamma stund að Lundum, en síðan jafnan að Steinum, og er að ágætum haft, hve hann bætti þá jörð. Þókti að ýmsu einn hinna merkustu bænda.

Kona (22. júlí 1858): Kristín Gunnarsdóttir stúdents að Hlíðarfæti, Þorsteinssonar.

Sonur þeirra: Gunnar Þorbjarnarson kaupmaður í Reykjavík (Sunnanfari TI; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.