Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbjörn Salómonsson

(18. öld)

Skáld að Arnarstapa og Smiðjuhólsveggjum.

Foreldrar: Salómon á Högnastöðum Þorgeirsson (Salómonssonar í Geirshlíð, Björgólfssonar) og kona hans Guðlaug Þorbjarnardóttir. Vikusálmar eftir hann eru pr. í Daglegu kvöld- og morgunoffri, Hól. 1780; um kveðskap hans sjá ella Lbs.

Kona: Helga Þorkelsdóttir að Hömrum, Jónssonar. Synir þeirra: Jón skipasmiður að Straumfirði, Árni á Örlygsstöðum í Skagafirði (BB. Sýsl.; Ósn. Ættb.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.