Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbjörn Jónsson

(um 1450 – 1515)
. Bóndi, stúdent. Ritaður í stúdentatölu við háskólann í Rostock í Þýzkalandi í okt. 1480. Fekk aflátsbréf hjá legáta páfa 30. apr. 1487 (Safn III, TOT, 728; Dipl. Isl. VI, 591 –93). Þorbjörn bjó í Kálfanesi við Steingrímsfjörð. Hann telst í bréfum frændi Guðmundar Andréssonar undir Felli í Kollafirði, og var sú frændsemi svo, að foreldrar Þorbjarnar voru: Jón Sighvatsson (Ísleifssonar) að Felli og Guðrún Andrésdóttir prests í Reykjavík og Viðey, Þorbjarnarsonar. Guðrún þessi hefir og verið móðir Andrésar, launsonar Guðmundar ríka Arasonar á Reykhólum. En Andrés var faðir Guðmundar undir Felli, fyrrnefnds. Systir Þorbjarnar hét Gróa, ef til vill dóttir Vilhjálms Ormssonar í Viðey, síðara manns Guðrúnar Andrésdóttur, og erfði Þorbjörn þau öll 1494 (Dipl. Ísl. VII, bls. 205, nr. 269). Kona Þorbjarnar: Ingibjörg dóttir Sigurðar í Kálfanesi (og á Svalbarða), Björnssonar, og Jórunnar Jónsdóttur. Sonur þeirra: Jón í Gilsfjarðar og Kálfanesi, faðir Guðlaugar, móður Sæunnar, móður Jóns lærða Guðmundssonar (Safn III; Dipl. Isl.) (SD.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.