Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbjörn Guðmundsson

(12. okt. 1770–9. jan. 1797)

Stúdent.

Foreldrar: Guðmundur ökonomus Vigfússon og kona hans Guðrún Þorbjarnardóttir hins ríka í Skildinganesi, Bjarnasonar, Tekinn í Reykjavíkurskóla eldra 1786, varð stúdent 1. júní 1790, með ágætum vitnisburði, fór utan 1791, skráður í stúdentatölu í háskólanum í Kh. 30. apr. 1792, með 1. einkunn, lauk fyrra hluta annars lærdómsprófs 14. apr. 1794, með 3. einkunn, og hefir þá verið orðinn veikur, enda lauk hann ekki síðara hlutanum, andaðist í Friðriksspítala úr brjóstveiki, ókv. og bl. (HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.