Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbjörn Einarsson

(um 1593–1673)

Prestur. Faðir: Einar Þorbjarnarson prests í Stærra Árskógi, Þorgeirssonar. Hans getur í þjónustu Guðbrands byskups Þorlákssonar, og var enn að Hólum 1630. Fekk Rauðasandsþing (Sauðlauksdal) 1632, lét þar að fullu af prestskap 1673; er talinn hafa hrapað til bana í Kerlingarhálsi.

Bjó á hluta úr Sauðlauksdal og í Kvígendisdal.

Kona 1 (um 1638): Helga (d. 26. dec. 1647) Arngrímsdóttir prests lærða, Jónssonar, ekkja Björns sýslumanns Magnússonar í Bæ á Rauðasandi; þau síra Þorbjörn barnl.

Kona 2: Sigríður Guðmundsdóttir að Hnjóti, Jónssonar; þau einnig barnl. (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.