Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbjörn Bjarnason, auðgi

(18. öld)

Bóndi í Skildinganesi.

Foreldrar: Bjarni Bergsteinsson sst. og kona hans Guðríður Tómasdóttir að Arnarhóli á Seltjarnarnesi (Rv.), Bergsteinssonar. Gerðist auðmaður mikill og safnaði jörðum, sem sjá má af alþingisbókum á síðara hluta 18. aldar. Kom rösklega 84 fram eitt sinn til stuðnings Skúla landfógeta Magnússyni.

Kona: Sólborg Þorfinnsdóttir í Engey, Jónssonar.

Börn þeirra: Guðrún átti Guðmund ökonomus Vigfússon, Þorfinnur lögréttumaður í Seli á Seltjarnarnesi (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.