Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbjörn Bjarnarson

(29. sept. 1859–7. febr. 1933)

Skáld.

Foreldrar: Björn smiður Eggertsson á Eyri í Flókadal (Gíslasonar prests í Hítarnesi, Guðmundssonar) og Þorbjörg Ólafsdóttir að Írafelli í Kjós, Jónssonar. Fæddist að Írafelli, en ólst upp á Eyri í Flókadal.

Fór til Vesturheims 1893, var 4 ár í Wp., en síðan í Pembína í N.-Dak. til æviloka. Hafði og lengi síðast vörzlu bókasafns Ísl. í Pembina. Var fróðleiksmaður og mjög bókhneigður.

Pr. eftir hann: Nokkur ljóðmæli, Rv. 1913. Auk þess kvæði í ritum vestra og fáeinar ritgerðir, Dulnefni: „Þorskabítur“.

Var heiðursfélagi þjóðræknisfélags.

Kona: Sigríður Þorsteinsdóttir að Hurðarbaki, Þiðrikssonar; þau bl., slitu samvistir (Tímarit þjóðræknisfélags XV; o. fl.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.