Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Arnbjörn Jónsson
(1660 eða 1661–18. mars 1731)
Prestur.
Foreldrar: Jón Arnbjarnarson í Víkum á Skaga og Valgerður Þorsteinsdóttir. F. í Víkum. Stúdent úr Hólaskóla um 1680. Var 1683–90 djákn á Reynistað, en fekk Undornfell í Vatnsdal 1691, vígður í Skálholti af Þórði byskupi Þorlákssyni á útmánuðum s. á., og var þar til dauðadags. Hann var stundum flæktur í málaferli, en slapp jafnan hneisulítið, og virðist þó hafa verið sóknharður. Á prestastefnu á Flugumýri 29. júní 1720 var hann með síra Ormi Bjarnasyni í prófastskjörum í Húnavatnsþingi, en baðst undan því starfi.
Kona 1: Kristín (f. um 1675), laundóttir Jóns klausturhaldara Þorleifssonar , (lögmanns Kortssonar).
Börn þeirra: Síra Jón að Undornfelli, Jón (annar) stúdent, bjó ókv. að Giljá, Valgerður, dó aldurhnigin hjá Jóni bróður sínum að Giljá (og var launsonur hennar síra rni Tómasson að Bægisá), Þórdís kona síra Eiríks Hallssonar í Grímstungum.
Kona 2: Þórunn (d. 1754) Oddsdóttir klausturhaldara hins digra á Reynistað, Jónssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).
Prestur.
Foreldrar: Jón Arnbjarnarson í Víkum á Skaga og Valgerður Þorsteinsdóttir. F. í Víkum. Stúdent úr Hólaskóla um 1680. Var 1683–90 djákn á Reynistað, en fekk Undornfell í Vatnsdal 1691, vígður í Skálholti af Þórði byskupi Þorlákssyni á útmánuðum s. á., og var þar til dauðadags. Hann var stundum flæktur í málaferli, en slapp jafnan hneisulítið, og virðist þó hafa verið sóknharður. Á prestastefnu á Flugumýri 29. júní 1720 var hann með síra Ormi Bjarnasyni í prófastskjörum í Húnavatnsþingi, en baðst undan því starfi.
Kona 1: Kristín (f. um 1675), laundóttir Jóns klausturhaldara Þorleifssonar , (lögmanns Kortssonar).
Börn þeirra: Síra Jón að Undornfelli, Jón (annar) stúdent, bjó ókv. að Giljá, Valgerður, dó aldurhnigin hjá Jóni bróður sínum að Giljá (og var launsonur hennar síra rni Tómasson að Bægisá), Þórdís kona síra Eiríks Hallssonar í Grímstungum.
Kona 2: Þórunn (d. 1754) Oddsdóttir klausturhaldara hins digra á Reynistað, Jónssonar; þau bl. (HÞ.; SGrBf.).
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.
Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.