Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbjörg Ólafsdóttir, digra

(10. og 11. öld)

Foreldrar: Ólafur pá Höskuldsson í Hjarðarholti og kona hans Þorgerður Egilsdóttir skálds að Borg, Skalla-Grímssonar. „Þorbjörg var skörungur, vitur og skáldmælt. Merk eru viðskipti hennar og Grettis sterka.

Maður 1: Ásgeir Knattarson.

Sonur þeirra: Kjartan í Vatnsfirði.

Maður 2: Vermundur mjóvi Þorgrímsson, Kjallakssonar, Bjarnarsonar austræna (f. k. hans var Guðný Þórólfsdóttir, sonur þeirra: Brandur hinn örvi, sjá þar). Dóttir þeirra: Þorfinna kona Þorsteins Kuggasonar í Ljáskógum (Ýmsar sagnaheimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.