Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbjörg Sveinsdóttir

(líkl. 1828–6. jan. 1903)

Ljósmóðir.

Foreldrar: Síra Sveinn Benediktsson á Mýrum í Álptaveri og kona hans Kristín Jónsdóttir, Nam yfirsetufræði í Kh., var ljósmóðir í Reykjavík frá 1856 til æviloka. Var helzti forkólfur hér í baráttu fyrir réttindum kvenna og stofnaði hið íslenzka kvenfélag, var forseti þess frá 1894 til æviloka. Lét og mjög til sín taka, þar er hún kom því við, þjóðmál, rammur fylgismaður Benedikts sýslumanns, bróður síns. Óg. og bl. (Minningarrit, Rv. 1908; blöð samtímis andláti hennar).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.