Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbergur Þorsteinsson

(um 1667–1722)

Stúdent, skáld.

Foreldrar: Síra „ Þorsteinn 83 Gunnlaugsson að Þingeyraklaustri og kona hans Dómhildur Hjaltadóttir í Teigi í Fljótshlíð, Pálssonar. Lærði í Skálholtsskóla, mun hafa orðið stúdent um 1687. Bjó í Haga og að: Þorgeirsfelli í Staðarsveit. Hann hefir orkt ýmislegt, einnig rímur af Oddi Ófeigssyni og Bandamönnum (sjá Lbs.).

Drukknaði í Hagavatni.

Kona: Halldís (f. um 1649, enn á lífi 1738) Hákonardóttir í Syðri Görðum, Árnasonar; þau bl. (HÞ).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.