Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbergur Þorbergsson, Snóksdal

(4. febr. 1828–? )

Skáld.

Foreldrar: Þorbergur Ólafsson (Snóksdalíns) í Leirulækjarseli og kona hans Kristín Jónsdóttir. Ólst upp í Ferjukoti. Virðist hafa komizt til Austfjarða, dvalizt í Seyðisfirði og líklega víðar um þær slóðir, uppi í héraði og jafnvel farið norður eftir. Hefir lifað fram eftir öldinni. Í Lbs. eru kvæði eftir hann (Ýmsar heimildir).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.