Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbergur lllugason

(um 1666–1706)

Prestur,

Foreldrar: Illugi fálkafangari Þórðarson að Sólheimum í Svínadal og kona hans Guðrún Þorsteinsdóttir prests að Vesturhópshólum, Ásmundssonar. Að loknum skólalærdómi var hann í þjónustu Þorsteins Þórðarsonar að Skarði á Skarðsströnd, fekk Bitruþing (Prestbakka) 1696 og hélt til æviloka, bjó í Skálholtsvík, Varð prófastur í Strandasýslu eigi síðar en 1702.

Kona 1 (ónefnd), talin dóttir síra Egils Helgasonar í Skarðsþingum; þau bl.

Kona 2 (24. júní 1701). Halldóra Hákonardóttir að Vatnshorni, Árnasonar. Af börnum þeirra komst upp: Illugi smiður að Laugum í Hvammssveit (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.