Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbergur Jónsson

(26. apr. 1807 – 28. maí 1873)
. Hreppstjóri. Foreldrar: Jón Oddsson í Glæsibæ í Reynistaðarsókn í Skagafirði og kona hans Þuríður Jónsdóttir prests á Hafsteinsstöðum, Jónssonar. Bóndi á Dúki í Sæmundarhlíð. Bætti jörð sína með sérlegri umhyggju og ástundun, og veitti landbúnaðarfélag Dana honum tvívegis verðlaun fyrir atorkusemi í þeim efnum. Stjórnaði vel heimili sínu og stóð hús hans jafnan opið og búið til greiða og velvildar. Varð fatlaður 1838, er annar fótur hans krepptist í sjúkdómi. Hreppstjóri í 22 ár, en er hann hafði látið af því starfi, sóttu eftirmenn hans hann að ráðum og styrk. Kona (1833): Helga Jónsdóttir prests í Fagranesi, Reykjalíns. Börn þeirra, sem upp komust: Þuríður átti Þorvald Þorvaldsson í Ytri-Hofdölum, fóru til Vesturheims, Guðbjörg átti Þorberg Sigurðsson á Dúki, Björn oddviti á Dúki, fór til Vesturheims, Jón í SyðriVík, Einar í Mikley, fór til Vesturheims, Helga óg. og bl., Guðrún óg. og bl. (PG. Ann.; o. fl.).

Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.