Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbergur Hrólfsson

(1573–8. sept. 1656)

Sýslumaður.

Foreldrar: Hrólfur lögréttumaður sterki Bjarnason og kona hans Ingibjörg Bjarnadóttir, Torfasonar í Klofa. Varð sýslumaður í hálfu Þingeyjarþingi 1606 og hélt til 1650, en hafði þar lögsagnara vegna fjarlægðar, því að hann bjó jafnan á Seylu í Skagafirði.

Hann var karlmenni að burðum og búsæll.

Kona 1 (1603): Halldóra (d. 1645, 72 ára) Sigurðardóttir sýslumanns á Reynistað, Jónssonar; þau bl. Hafði faðir hennar 2. ág. 1602 hótað henni að gera hana arflausa, ef hún ætti Þorberg, en lagði 27. s.m. fyrir Jón, son sinn, að sjá til, að hún fengi réttan arf.

Kona 2 (5. sept. 1647): Jórunn Einarsdóttir prests á Melum, Þórðarsonar, ekkja síra Þorsteins Tyrfingssonar; þau Þorbergur bl. Launsonur Þorbergs (með Geirdísi Halldórsdóttur): Halldór lögréttumaður á Seylu (BB. Sýsl.; HÞ.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.