Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940

Þorbergur Einarsson

(7. nóv. 1722–9. sept. 1784)

Prestur.

Launsonur Einars smiðs Jónssonar í Reykjarfirði og Guðrúnar Hjaltadóttur prests í Vatnsfirði, Þorsteinssonar. Ólst upp hjá móðurföður sínum og lærði að mála af honum. Tekinn í Skálholtsskóla 1738, stúdent 1743, fekk Eyri í Skutulsfirði 1746, vígðist 9. okt. s. á. og hélt til æviloka. Vel látinn.

Hefir verið mjög fátækur, eftir skiptagerningi að dæma.

Kona (1750): Ingibjörg (f. 1726, d. 23. sept. 1804) Þorleifsdóttir - prests á Kirkjubóli, Þorlákssonar.

Börn þeirra, sem upp komust: Síra Hjalti á Kirkjubóli, Jón verzlunarstjóri Thorberg á Vatneyri, Ólafur í Stakkanesi, drukknaði 1808, Guðrún átti Lars beyki Hölter í Stykkishólmi, Steinvör átti fyrr Magnús verzlunarmann Einarsson á Eyrarbakka, síðar Ólaf ættfræðing Snóksdalín, Ingibjörg 82 bl., veik og sjónlaus (HÞ.; SGrBf.).


Íslenzkar æviskrár frá landnámstímum til ársloka 1940
Höfundar Páll Eggert Ólason 1883-1949, Ólafur Þ. Kristjánsson 1903-1981, Jón Guðnason 1889-1975, Sigurður Líndal 1931
Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, I: 1948, II: 1949, III: 1950, IV: 1951, V: 1952, VI: 1976.

Unnið úr ljóslesnum texta stafrænna endurgerða bókanna.